Hanna Birna segir ekki af sér

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. mbl.is/Ómar

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hyggst ekki segja af sér. Þetta staðfestir hún í samtali við blaðamann mbl.is. 

Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu, var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir að hafa brotið gegn þagnarskyldu. 

Gísli Freyr játaði í gær að hafa lekið gögnunum. Sagði Hanna Birna í kjölfarið að trúnaðarbrot Gísla Freys gagnvart henni, ráðuneytinu og almenningi öllum væri algjört og alvarlegt. Gísli Freyr sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert