18 tímar og enn að

Flugbjörgunarsveitamenn við Vesturbrún í Reykjavík. Þar var þak farið að …
Flugbjörgunarsveitamenn við Vesturbrún í Reykjavík. Þar var þak farið að flettast af húsinu. Þórður Arnar Þórðarson

Gríðarlegt álag hefur verið á björgunarsveitarfólki allt frá Suðurlandi og norður til Akureyrar frá því fyrstu útköllin komu á hádegi í gær í Vestmannaeyjum og Grindavík. Björgunarsveitarmenn eru enn að á Akureyri, 18 tímum síðar.

Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir að tæplega sex hundruð björgunarsveitarmenn hafi tekið þátt í aðgerðunum sem hafa nú staðið yfir í átján tíma en er að ljúka. 

Útköllin hafi verið af margvíslegum toga enda virðist nánast allt hafa fokið sem fokið gat. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er en ljóst að það er mikið þrátt fyrir að ekkert alvarlegt hafa komið upp. Síðustu útköllin eru á Akureyri en einnig voru björgunarsveitir í Árborg og Hveragerði kallaðar út á nýjan leik um fimm leytið í nótt en eru að ljúka störfum á ný.

Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Selfossi komu 24 útköll til þeirra kasta í gærkvöldi og nótt og flest þeirra voru við ströndina, það er Þorlákshöfn, Stokkseyri og Eyrarbakka en þar var veðurofsinn mestur. 

Veðrið var verst við ströndina í Árnessýslu.
Veðrið var verst við ströndina í Árnessýslu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert