Fleiri vínbúðir ríma við aðalskipulagið

Svæði í 300 metra göngufæri frá Vínbúðum.
Svæði í 300 metra göngufæri frá Vínbúðum. Úr umsögn USK

Aðeins 7 Vínbúðir eru í Reykjavík, og 17.300 Reykvíkingar um hverja Vínbúð. Þetta kemur fram í umsögn umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Einungis 3.500 íbúa borgarinnar eru í göngufæri við Vínbúðir.

Í umsögninni segir: „Eins og kemur fram í greinargerð með ályktunartillögu eru skr markmið í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 (AR2010-2030) um að efla verslun og þjónustu innan íbúðarhverfanna, að sem flestir geti ntt sér daglega verslun og þjónustu fótgangandi eða hjólandi og almennt verði dregið úr vegalengdum hvort sem verið er að sækja vinnu eða þjónustu.“

Þar segir einnig: „Óumdeilt er að vín og annað áfengi er neysluvarningur og innkaup á því er hluti af neyslumynstri stórs hluta borgarbúa. Bætt aðgengi að þessum neysluvarningi, í formi fjölgunar staða sem hægt er að gera innkaup á áfengi, samræmist því vel þeim markmiðum sem gerð er grein fyrir hér að ofan. Í Reykjavík eru aðeins 7 vínbúðir og eru 17.300 íbúar um hverja búð. Til samanburðar er 2.300 íbúar í baklandi vínbúðarinnar í Hveragerði. Íbúar í Reykjavík sem eru í göngufæri (400 m) við þessar 7 vínbúðir, auk búðarinnar á Eiðistorgi, eru aðeins 3.500. Vínbúðirnar eru heldur ekki markvisst staðsettar í grennd við kjarna sem þjóna ákveðnum hverfum eða borgarhlutum.“

Í umsögninni er hins vegar ekki tekin afstaða til þess hvort hið opinbera eða einkaaðilar eigi að hafa á hendi sölu áfengis: „Ekki er tekin afstaða til þess hér, hvort afnema eigi einkaleyfi ríkisins á sölu áfengis, en ljóst er að núverandi verslunarfyrirkomulag ÁTVR styður ekki við ofangreind markmið AR2010-2030,“ eins og segir í umsögninni.

„Þetta er jákvæður áfangasigur,“ segir Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

„Það er ástæða til að þakka fyrir að málið var ekki svæft í nefnd heldur gerð svona fagleg úttekt sem styður við allar forsendur í tillögu okkar um að aukin hverfisverslun með áfengi styður við markmið aðalskipulags um sjálfbærari hverfi. Það er ánægjulegt að allir fulltrúar meirihlutans í umhverfsi- og skipulagsráði, nema VG, samþykki faglega umsögn sviðsins og því væntanlega ekkert því til fyrirstöðu að borgarstjórn samþykki tillögu okkar um að borgarstjórn skori á Alþingi að samþykkja áfengisfrumvarpið á borgarstjórnarfundi á þessum forsendum sem fyrst,“ segir Hildur.

Hildur Sverrisdóttir.
Hildur Sverrisdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert