Duglegir blaðberar á Dalvík

Þó aðstæður væru erfiðar eins og sjá má á myndunum …
Þó aðstæður væru erfiðar eins og sjá má á myndunum stoppaði það ekki þessa jaxla sem luku sínu verki með sóma.

Það er orðin hefð í Dalvíkurskóla að vera með góðverkadag einn dag á ári.

Þá er hefðbundin kennsla lögð til hliðar og börnin fara um bæinn og vinna ýmis verk.

Að þessu sinni bauðst þessi harðsnúni hópur úr fjórða bekk ásamt kennara sínum Sigríði Gunnarsdóttur til að aðstoða við dreifingu Morgunblaðsins. Þetta góða boð var að sjálfsögðu vel þegið af umboðsmanni blaðsins.

Morgunblaðið þakkar þessum ungu hetjum kærlega fyrir hjálpina og óskar þeim gleðilegra jóla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert