Tæmdu gáma og flokkuðu eiturefni

Slökkviliðsmenn við Sundahöfn í gærkvöldi.
Slökkviliðsmenn við Sundahöfn í gærkvöldi. mbl.is/Árni Sæberg

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var að störfum við Sundahöfn í gærkvöldi og í nótt við að tæma skemmda gáma sem í voru eiturefni. Höfðu gámarnir verið um borð í Dettifossi. Að sögn varðstjóra var unnið í því frá klukkan 20 í gærkvöldi til fjögur í nótt. Þurfti að tæma gáminn, flokka efnin og koma þeim í réttan farveg.

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra þurftu meðlimir slökkviliðsins að klæðast sérstökum eiturefnabúnaði við verkið til þess að verjast efnunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert