Fluttur á slysadeild með brunasár

Kona var flutt á bráðamóttöku með brunasár í nótt eftir að eldur kviknaði í kertaskreytingu á heimili hennar í Hafnarfirði.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um eld í kertaskreytingu í íbúð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði um eitt leytið í nótt. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en í gærkvöldi kviknaði einnig í húsi á Seltjarnarnesi vegna kertaskreytingar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði  kviknað í skreytingu á kertastjaka í íbúðinni í Hafnarfirði. Logandi skreytingin féll á púða í sófa þar sem  húsmóðirin lá sofandi í sófa. Hún er með brunasár á báðum höndum, vinstri fótlegg og aðeins á hársverði við hægra eyra eftir að hafa fengið eitthvað af skreytingunni á sig og einnig við að slökkva eldinn. Eftir að hún hafði slökkt eldinn fór hún í baðkar heimilisins og sat þar og kældi brunasárin er björgunarlið kom á vettvang.   

Slökkviliðið var einnig kallað út í nótt vegna vatnsleka í miðbænum en tjónið þar var óverulegt.

Eldur kviknaði í kertaskreytingu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert