Hægt að spara milljarða

Ríkiskaup telja að einkum þurfi að athuga innkaup á tölvum …
Ríkiskaup telja að einkum þurfi að athuga innkaup á tölvum og hugbúnaði, fjarskiptaþjónustu og hýsingu. Skjáskot/Síminn

Ríkið gæti sparað stórar fjárhæðir, milljarða á hverju ári, færu allar ríkisstofnanir eftir lögum um opinber innkaup, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, alþingismanns og varaformanns fjárlaganefndar.

„Ég tel að það eigi að lækka fjárframlög til þeirra stofnana sem fara ekki eftir lögum um opinber innkaup. Ég mun gera það sem í mínu valdi stendur til þess að ríkisstofnanir fari eftir lögunum,“ segir Guðlaugur Þór í Morgunblaðinu í dag.

Hann kvaðst hafa óskað eftir minnisblaði frá Ríkiskaupum á liðnu hausti um aukna hagkvæmni í opinberum innkaupum í tengslum við fjárlagavinnuna. Samkvæmt minnisblaðinu telji Ríkiskaup sterkar vísbendingar vera um að um 60% af innkaupum ríkisins hafi verið í samræmi við rammasamninga sem voru í gildi árið 2013. Það þýði að allt að 40% af innkaupum ríkisins hafi verið utan laga um opinber innkaup.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert