SIF farin svo hún haldist í rekstri

TF-SIF á flugi.
TF-SIF á flugi. mbl.is/Árni Sæberg

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, fór um áramótin út í verkefni fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, og verður hún í vinnu á Ítalíu til og með 15. febrúar. Áætlað er að vélin komi aftur hingað til lands 17. febrúar.

Þetta kemur fram í svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn frá mbl.is.

Var kölluð heim vegna eldgossins

Þar segir ennfremur, að TF-SIF geri næstu vikur út frá Sikiley og sé við eftirlit á hafsvæðinu í kringum Ítalíu. Fjórir eru í áhöfn flugvélarinnar hverju sinni, flugstjóri, flugmaður og tveir stýrimenn. Einnig fylgir verkefninu flugvirki, umsjónarmaður og starfsmaður stjórnstöðvar í Róm sem er tengiliður við flugvélina og einnig varðskipið Tý sem er á svipuðu svæði. Áætlað er að flugvélin verði á svæðinu fram í miðjan febrúar.

TF-SIF var kölluð heim í ágúst vegna eldsumbrotanna við Vatnajökul og var í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en fylgst er náið með þróun á svæðinu. Að mati vísindamanna skiptir sköpum að hafa til afnota eftirlits- og leitarratsjá TF-SIF til að átta sig á eðli gosstöðvanna og þeim breytingum sem verða á svæðinu, að því er segir í svari Gæslunnar.

Ástandið í Miðjarðarhafi alvarlegt

„Vegna alvarlegs ástands í Miðjarðarhafi og mikils flæði flóttafólks lagði Frontex mikla áherslu á að fá aðgang að flugvélinni á ný í janúarbyrjun enda hefur flugvélin reynst afar vel við eftirlit á svæðinu og var því ákveðið að senda hana út á ný með þeim fyrirvara að hún fari til Íslands um leið og aðstæður krefjast þess. Áhöfn flugvélarinnar hefur sl. ár hlotið mikla reynslu og öðlast hæfni í söfnun gagna með eftirlitsbúnaði flugvélarinnar,“ segir ennfremur í svarinu.

Þá kemur fram, að þegar aðstæður krefjist þess að flugvélin sé við störf hér við land verði flugvélin leyst frá störfum á Ítalíu og komi eins fljótt og kostur er til Íslands.

„Eins og staðan er nú leyfa fjárheimildir Landhelgisgæslunnar ekki rekstur flugvélarinnar hér við land allt árið og eru því verkefni fyrir Frontex þýðingarmikil til að halda flugvélinni í rekstri og starfsmönnum hennar í virkri þjálfun,“ segir Landhelgisgæslan.

Almennar upplýsingar um Schengen

Verkefni fyrir Frontex eru þýðingarmikil að sögn Gæslunnar til að …
Verkefni fyrir Frontex eru þýðingarmikil að sögn Gæslunnar til að halda flugvélinni í rekstri og starfsmönnum hennar í virkri þjálfun. mbl.is/Þórður
AFP
TF-SIF var kölluð heim á síðasta ári vegna eldgossina í …
TF-SIF var kölluð heim á síðasta ári vegna eldgossina í Holuhrauni. Hér má sjá ratsjármynd sem vélin tók yfir gosstöðvunum í ágúst sl. mynd/Landhelgisgæslan
TF-SIF er vel tækjum búin og dýr í rekstri.
TF-SIF er vel tækjum búin og dýr í rekstri. mbl.is/Árni Sæberg
Ástandið í Miðjarðarhafi er mjög alvarlegt, en Landhelgisgæslan hefur aðstoðað …
Ástandið í Miðjarðarhafi er mjög alvarlegt, en Landhelgisgæslan hefur aðstoðað við að koma flóttamönnum til bjargar sem hafa reynt að komast til Evrópu frá Afríku með því að sigla við mjög varhugaverðar og vafasamar aðstæður yfir hafið. AFP
Aðstæður eru oft mjög hættulegar og troðningur mikill eins og …
Aðstæður eru oft mjög hættulegar og troðningur mikill eins og sést á þessari ljósmynd. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert