Dæmi um „rafræna múgsefjun“

Páll Vilhjálmsson
Páll Vilhjálmsson

Mál Gústafs Níelssonar sem Framsókn og flugvallarvinir hættu við að skipa í mannréttindaráð Reykjavíkur er dæmi um „rafræna múgsefjun“ sem vekur hroll, að sögn bloggarans og fyrrverandi blaðamannsins Páls Vilhjálmssonar. Gústaf sé maður „rangra skoðana“ og því hafi hann verið „bannaður“.

Framsókn og flugvallarvinir ákváðu að hætta við að skipa Gústaf sem varamann sinn í mannréttindaráð borgarinnar eftir að gagnrýni kom fram á ummæli hans um réttindi samkynhneigða. Hann hefur einnig talað eindregið gegn íslam.

Páll gerir málið að umtalsefni á bloggsíðu sinni undir fyrirsögninni „Ég er ekki Gústaf“ og virðist vísa í orðalagið „Je suis Charlie“ sem notað var til að lýsa samstöðu eftir hryðjuverkaárásina á skrifstofu skoptímaritsins Charlie Hebdo í París í byrjun mánaðar. Þar segir Páll Gústaf hafa verið „bannaðan“ þar sem hann sé maður „rangra skoðana“.

„Rangar skoðanir eru einar í dag og aðrar á morgun. Ég er ekki Gústaf en gæti orðið það ef skoðanir mínar yrðu fyrir samræmdu aðkasti meirihlutans. Gústafs-málið er dæmi um rafræna múgsefjun og vekur hroll,“ skrifar Páll en margoft hefur verið vitnað til skrifa hans á síðunni í gegnum tíðina, meðal annars í Staksteinum Morgunblaðsins.

Bloggfærsla Páls Vilhjálmssonar um mál Gústafs Níelssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert