Fordæmir tillögu Orkustofnunar

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Landvarðafélag Íslands fordæmir að ríkisstofnunin Orkustofnun leggi til virkjanir innan og í jaðri þjóðgarðs og annarra friðlýstra verndarsvæða okkar Íslendinga.“ Þetta segir í yfirlýsingu frá Landvarðafélagi Íslands vegna tillögu Orkustofnunar að 50 virkjanahugmyndum fari til umfjöllunar hjá verkefnisstjórn í þriðja áfanga rammaáætlunar. Slíkar framkvæmdir gangi gegn ákvæðum náttúruverndarlaga um röskun friðlýstra náttúruminja og fleiri lögum.

„Með tillögum sínum gerir Orkustofnun alvarlega atlögu að þeirri vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við rammaáætlun. Beiðni stofnunarinnar um að virkjanahugmyndir sem settar voru í verndarflokk í öðrum áfanga rammaáætlunar séu aftur til umfjöllunar í þriðja áfanga er hrein og klár aðför að þeirri sátt sem þó ríkti um vinnu verkefnisstjórnar og aðferðafræði rammaáætlunar. Þannig vinnur Orkustofnun blákalt gegn þeirri yfirlýstu stefnu sem fólgin er í gerð rammaáætlunar; að skapa betri sátt og yfirsýn yfir nýtingu og vernd landsins, þjóðinni allri til heilla.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert