Eyþór Arnalds formaður leikhúsráðs

Eyþór Arnalds er nýr formaður þjóðleikhúsráðs.
Eyþór Arnalds er nýr formaður þjóðleikhúsráðs. mbl.is/Kristinn

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Eyþór Laxdal Arnalds framkvæmdastjóra sem formann þjóðleikhúsráðs frá 1. febrúar nk.

Hann tekur við af Magnúsi Ragnarssyni sem lét af störfum snemma í janúar af persónulegum ástæðum. Magnús sagði í samtali við mbl.is í kjölfarið að starfið hefði samræmst illa öðrum skyldum.  

Á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins segir að Eyþór Laxdal Arnalds sé Þjóðleikhúsinu að góðu kunnur og hafi ungur leikið í ýmsum leikritum m.a. í Þjóðleikhúsinu 1976-77.

Hann lauk burtfararprófi í sellóleik 1988 og tónsmíðanámi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík sama ár. Eyþór hefur lokið MBA námi og stundað framhaldsnám í hagsögu við Harvard háskóla í Bandaríkjunum.

Þjóðleikhúsráð verður þannig skipað:

Eyþór Laxdal Arnalds, formaður.

Herdís Þórðardóttir varaformaður.

Ragnar Kjartansson.

Randver Þorláksson.

Agnar Jón Egilsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert