„Allt á eftir að loga hérna“

Sjúkraliðar á Grensásdeild.
Sjúkraliðar á Grensásdeild. mbl.is/Golli

Ekki verður af boðuðu verkfalli félaga í Sjúkraliðafélagi Íslands (SLFÍ) sem hefjast átti hjá Múlabæ/Hlíðabæ á morgun. Samningar náðust í síðustu viku en þeir gilda til 30. apríl nk. líkt og aðrir samningar sjúkraliða.

„Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en ég efast um að samningar náist fyrir enda apríl. Ég er sannfærð um að það á allt eftir að loga hérna miðað við hljóðið í atvinnurekendum,“ sagði Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ.

„Það er augljóst að þeir sem sömdu fyrst í fyrra á grundvelli stöðugleika telja sig eiga inni leiðréttingu gagnvart því sem síðar gerðist,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í Morgunblaðinu í dag. Hann segir það vera fyrst og fremst í höndum ríkisstjórnarinnar að búa svo um hnútana að þjóðarsátt gæti skapast. Gylfi nefnir í því sambandi skattkerfið, velferðarkerfið, bæði húsnæðismál og heilbrigðismál, og eins menntakerfið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert