Fært um Holtavörðuheiði

mbl.is/Gúna

Djúpvegur nr 61 rétt fyrir sunnan Hólmavík ( við Skeljavík) er nú lokaður þar sem vegurinn er í sundur. Sami vegur er líka í sundur yst í Staðardalnum, við gatnamót Djúpvegar og Drangsnesvegar. Búið er að opna veginn um Holtavörðuheiðina að nýju.

Vegfarendur eru varaðir við miklum vatnavöxtum í dag, vatn getur farið yfir veg þar sem ræsi hafa ekki undan.

Óveður á Víkurskarði

Vegir á Suður- og Vesturlandi eru að mestu greiðfærir þó er eitthvað um hálkubletti í uppsveitum Suðurlands.

Á Vestfjörðum eru vegir að verða auðir en snjóþekja er á Þröskuldum og Gemlufallsheiði. Óveður er á Mikladal og Hálfdán. Vegur 61 við Skeljavík, rétt sunnan við Hólmavík er lokaður þar sem stórt skarð hefur myndast í veginn og er reiknað með að viðgerð geti tekið töluverðan tíma.

Vegir eru víða greiðfærir á Norðurlandi en þó er eitthvað um hálkubletti. Óveður á Víkurskarði og Mývatns- og Möðrudalsöræfum.

Á Austurlandi er víða orðið greiðfært en þó eru enn hálkublettir á stöku stað. Greiðfært er einnig  að mestu með suðausturströndinni en óveður er á Hvalnesi.

Undanfarna daga hefur hópur af hreindýrum verið við veg á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert