Skíðagöngumennirnir fundnir

Búið er að finna skíðagöngumennina sem óskuðu eftir aðstoð á …
Búið er að finna skíðagöngumennina sem óskuðu eftir aðstoð á Fjallabaki. mbl.is/Eggert

Skíðagöngumennirnir sem óskuðu aðstoðar björgunarsveita fyrr í dag eru á leið til byggða, en þeir fundust um kl. hálffjögur í dag. Mikill krapi er á svæðinu sem gerði ferðalag þeirra erfitt, en björgunarsveitamenn sem komu á staðinn sögðu að þeim hefði ekki orðið meint af og að þeir hefðu verið almennt mjög vel búnir í ferðalag sem þetta.

Sigurgeir Guðmundsson, svæðisstjórnarmaður frá Hellu, sem stýrir aðgerðinni, segir að bíll frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu sé nú rétt ókominn niður á þjóðveg með ferðamennina. Þeir voru á leið á Dómadalsleið áleiðis frá Landmannalaugum.

Þegar mennirnir kölluðu eftir aðstoð gáfu þeir upp að þeir sæju vindmyllurnar við Búrfell. Sigurgeir segir að þeir hafi aðeins verið komnir um 7 til 8 kílómetra upp á hálendið frá Landvegi og því hafi aðgerðin gengið hratt og vel. Þeir hafi fundist nánast á þeim stað sem gert hafi verið ráð fyrir.

Mennirnir tveir höfðu verið að ganga á skíðum frá Landmannalaugum og segir Sigurgeir að þeir hafi verið mjög vel útbúnir til slíks ferðalags. Veðurfarið síðustu tvo daga hafi aftur á móti verið á þá leið að þeir hafi þurft að gefast upp vegna bleytu og kulda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert