Smáskjálftar í nágrenni Herðubreiðar

Eldgosið í Holuhrauni er það stærsta á Íslandi í hundruði …
Eldgosið í Holuhrauni er það stærsta á Íslandi í hundruði ára. Rax / Ragnar Axelsson

Jarðskjálfta- og eldvirkni heldur áfram í sama mæli og verið hefur undanfarna daga. Þrír jarðskjálftar að stærð 3 eða meira á Richters kvarða hafa átt sér stað í kringum öskju Bárðarbungu undanfarinn sólarhring og var sá stærsti 3,7 stig á kvarðanum laust eftir klukkan þrjú í gær.

Þrír smáskjálftar mældust í nágrenni Herðubreiðar og fjórir í kringum Öskju. Alls hafa mælar numið 25 jarðskjálfta á svæðinu og auk þeirra voru 20 litlir skjálftar í bergganginum sem liggur norðaustur frá Bárðarbungu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert