Fréttaljósmyndir ársins kynntar

Blaðaljósmyndarafélag Íslands veitti í dag verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2014. Voru verðlaunin veitt í tengslum við opnum sérstakrar sýningar í Gerðasafni í Kópavogi.

Fréttamynd ársins tók ljósmyndarinn Sigtryggur Ari Jóhannsson á DV fyrir myndi af hælisleitandanum Ghasem Mohamadi sem svelti sig í mótmælaskyni vegna seinagangs á afgreiðslu hælisumsókna.

Ómar Óskarsson, ljósmyndari Morgunblaðsins hlaut verðlaun furir mynd í flokki dagslegs lífs.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, hlaut verðlaun fyrir íþróttamynd ársins.

Rut Sigurðardóttir, ljósmyndari hjá Birtíngi, hlaut verðlaun fyrir portrait-mynd ársins.

Gígja D. Einarsdóttir, ljósmyndari hjá Eiðfaxa/Viðskiptablaðinu hlaut verðlaun fyrir tímaritamynd ársins.

Heiða Helgadóttir hjá Birtíngi átti verðlaunamyndina í flokki umhverfismynda auk þess sem hún átti myndaröð ársins.

Dómnefndina í ár skipuðu Einar Ólason, Brynjar Gauti Sveinsson, Jóhanna Guðrún Árnadóttir, Gunnar Sverrisson, Baldur Kristjánsson, Hallgerður Hallgrímsdóttir og Søren Pagter sem var jafnframt formaður dómnefndar. Søren Pagter er kennari við danskann blaðaljósmyndaraskóla og hefur setið í mörgum dómnefndum ljósmyndakeppna.

Með fylgir myndasyrpa með öllum fréttaljósmyndum ársins auk umsagnar dómnefndarinnar. 

Sjá frétt mbl.is: Besta umfjöllun ársins var á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert