Leita í Barnahús vegna hefndarkláms

Á netinu verða einstaklingar, einkum konur, oft fyrir mjög kerfisbundnu …
Á netinu verða einstaklingar, einkum konur, oft fyrir mjög kerfisbundnu ofbeldi. AFP

„Á síðasta ári komu í Barnahús átta börn á aldrinum 12-15 ára þar sem barn hafði sent kynferðislegar myndir af sér, fjögur börn á aldrinum 8-15 ára voru þvinguð til að taka/senda kynferðislegar sjálfsmyndir og alls 24 börn á aldrinum 5-17 ára voru í þeirri stöðu að kynferðislegar ljósmyndir eða myndbönd voru sýndar eða teknar.“

Þetta segir í umsögn Barnaverndarstofu við frumvarp um bann við hefndarklámi. Barnaverndarstofa telur í upphafi rétt að taka fram að stofan fagnar því ef skerpt verður á ákvæðum hegningarlaga að þessu leyti. Gerðar eru tvær athugasemdir við frumvarpið, þ.e. að það nái ekki nógu langt.

Annars vegar vill Barnaverndarstofa að tilgreint verði refsinæmi hótana sem þolandi kann að verða fyrir í tengslum við myndatökur af þessu tagi. Ein birtingarmynd þess er tilraun til kúgunar sem hefur það að markmiði að fá eða þvinga þolanda til tiltekinna athafna, t.d. með tælingu eða hótun um myndbirtingu á vefnum.

Þá vill stofnunin að gert sé ráð fyrir því að refsing verði þyngd ef brotaþoli er undir 18 ára aldri.

Frétt mbl.is: Þegar refsað fyrir hefndarklám

Frétt mbl.is: Þing­menn skilji al­var­leika hefnd­arkláms

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert