Fundnir og á leið til byggða

Aðstæður á jöklinum hafa eitthvað batnað.
Aðstæður á jöklinum hafa eitthvað batnað. Ljósmynd/Stephan Mantler

Búið er að finna gönguskíðamennina á Vatnajökli og er leiðangurinn sem sótti þá á leið til byggða. Þeir eru í ágætu ástandi, bæði líkamlega og andlega, að sögn formanns Björgunarfélags Hornafjarðar.

Friðrik Jónas Friðriksson segist gera ráð fyrir að það muni taka leiðangurinn um þrjá tíma að koma niður af jöklinum, en áfangastaður hans er Höfn. Annar hópur björgunarmanna, sem kom að austan, var kominn að jökulrótum þegar mennirnir fundust og hefur snúið við.

Björgunarmenn komnir á vettvang

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert