Krefjast friðlýsingar á svæðinu

Lögmannsstofan Réttur hefur fyrir hönd Vina Þjórsárvera, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðurlands og Landverndar ritað bréf til verkefnisstjórnar Rammaáætlunar vegna tillagna Orkustofnunar um að Þjórsárver, þ.e. Norðlingaölduveita og Kjalölduveita, verði enn teknar til mats sem orkukostir við þriðja áfanga rammaáætlunar.

„Þess er krafist að verkefnisstjórnin hafni tillögum Orkustofnunar enda beri að friðlýsa svæðið gegn orkuvinnslu í samræmi við niðurstöður rammaáætlunar. Bent er á að undirbúningur að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum er löngu hafin og lög um verndar- og orkunýtingaráætlun (nr. 48/2011) kveða á um að af lokinni gerð rammaáætlunar skuli stjórnvöld hefja vinnu við friðlýsingu orkukosta / svæða í verndarflokki. Landsvæðið sem ofantaldar virkjanahugmyndir eru á, eru í verndarflokki,“ segir í fréttatilkynningu.

Fram kemur m.a. í bréfinu að ljóst sé „að tillagðir virkjunarkostir Orkustofnunar eru vestan Þjórsár og fela í sér röskun á lítt snortnu landi í jaðri Þjórsárvera, auk áhrifa á sérstæða fossa í Þjórsá. Því svæði sem þegar hefur verið flokkað í verndarflokk og ákveðið að skyldi friðlýsa.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert