Óljós staða ESB-umsóknar

Birgir Ármannsson (t.v.) og Óttarr Proppé (t.h.).
Birgir Ármannsson (t.v.) og Óttarr Proppé (t.h.). mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd Alþingis, segir óljóst eftir fund nefndarinnar í morgun hvort aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hafi formlega verið slitið með bréfi Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, til fullrúa Evrópusambandsins. 

„Það er ljóst að Evrópusambandið hefur ekki brugðist við bréfinu,“ segir Óttarr og bætir við að afstaða ráðherra um að honum beri ekki að leggja meiriháttar breytingar fyrir Alþingi til samþykktar staðfestist á fundinum. „Það í raun og veru finnst mér staðfesta stjórnskipulega óvissu sem við erum í, sem er eiginlega óþolandi,“ segir Óttarr.

Hann segir stöðu utanríkismálanefndar Alþingis og þingið vera óljósa miðað við afstöðu ráðherra. „Ráðherra mun flytja skýrslu á Alþingi í dag og það verða umræður um hana. Vonandi skýrist þetta betur í dag,“ segir Óttarr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert