Viljinn ekki til staðar

Evrópumál voru rædd á þingfundi í dag.
Evrópumál voru rædd á þingfundi í dag. mbl.is/Ómar

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir tvennt þurfa að vera til staðar eigi að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Annars vegar vilja meirihluta þjóðarinnar, og hins vegar pólitískan vilja ríkisstjórnarinnar. Hann telur hvorugt vera til staðar á Íslandi í dag.

„Það var naumur pólitískur vilji á síðasta kjörtímabili en Árni Páll Árnason þorði ekki að spyrja þjóðina,“ sagði Ásmundur og vísaði þar orðum Árna Páls til föðurhúsanna. Árni Páll sakaði fyrr núverandi ríkisstjórn um að ganga á bak kosningaloforða sinna um að þjóðin fengi að eiga síðasta orðið áður en gripið yrði til umfangsmikilla aðgerða varðandi ESB-umsóknina.

„Að sjálfsögðu eru öll gögn geymd“

Rifjaði Árni Páll m.a. upp orð ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar og Illuga Gunnarssonar, árið 2008 sem sögðu að það ætti að spyrja þjóðina álits.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, tók í sama streng og Árni Páll. Gerði hún breytt innihald á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins að umfjöllunarefni sínu en búið er að breyta orðalagi varðandi stefnu Sjálfstæðisflokksins varðandi Evrópusambandið. Hún sagði umsjónarmenn vefsíðunnar sennilega ekki hafa fattað að auðvitað gleymi internetið engu.

„Að sjálfsögðu eru öll gögn geymd,“ sagði Katrín og bætti við að loforðin hefðu verið „tipp-exuð“ út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert