Hífa stóran stein úr Garðahrauni

Stór og áberandi steinn verður hífður úr vegstæði nýs Álftanesvegar …
Stór og áberandi steinn verður hífður úr vegstæði nýs Álftanesvegar í Garðahrauni þar sem vegurinn liggur framhjá Prýðishverfinu í dag kl. 11. Morgunblaðið/RAX

Stór og áberandi steinn verður hífður úr vegstæði nýs Álftanesvegar í Garðahrauni þar sem vegurinn liggur framhjá Prýðishverfinu í dag kl. 11. 

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að steinninn sé áberandi í landslagi hraunsins. Hann verður settur niður til hliðar við veginn þar sem er að finna aðrar tilkomumiklar steinmyndanir sem eru svipaðar umræddum stein.

Þannig er ætlunin að búa til eina fallega heild sem síðar gæti orðið viðkomustaður göngufólks um hraunið. Margir telja að steinninn sé íverustaður álfa, kapella eða kirkja og að steinmyndanirnar þangað sem „kapellan“ verður flutt til sé einnig íverustaður álfa.

Mögulegt er talið að steinninn sé Ófeigskirkja en um það eru menn ekki sammála. Steinninn er í tvennu lagi og verður hífður þannig, áætlað er að stærri hluti hans sé um 50 tonn en sá minni um 20 tonn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert