„Hélt það yrði meira myrkur“

Fjöldi fólks var samankominn á túninu fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands í morgun til að fylgjast með sólmyrkvanum í frábæru veðri. Allir voru sammála um að þetta hefði verið mögnuð upplifun þó vissulega hafi örlað á því fólk hafi búist við meira myrkri þegar myrkvinn náði hámarki. 

mbl.is var á staðnum í morgun og fylgdist með sólmyrkvanum ásamt því að ræða við gesti Sólmyrkvahátíðarinnar sem haldin var af skólanum og Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Sævar Helgi Bragason, formaður félagsins, var að vonum ánægður með upplifunina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert