Reisa fjölbýlishús á Barónsstíg í Reykjavík

Svona mun nýr Barónsstígur 28 koma til með að líta …
Svona mun nýr Barónsstígur 28 koma til með að líta út. Tölvuteikning/ARK Þing

Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við fjögurra hæða fjölbýlishús á Barónsstíg 28 í Reykjavík fyrir sumarið. Nýja húsið verður steinsnar frá Sundhöll Reykjavíkur og á grónum stað.

Húsið verður fjórar hæðir og með risi. Á teikningunni hér fyrir ofan má sjá að húsið verður byggt upp að Njálsgötu 64.

Í kjallara verða geymslur og hjóla- og vagnageymsla. Þá verður þar sameiginlegt þvottahús. Hvorki verða bílastæði á lóð né bílakjallari, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert