Bið eftir lífsnauðsynlegri meðferð

Ekkert samkomulag náðist í gær í vinnudeilu BHM við ríkið.
Ekkert samkomulag náðist í gær í vinnudeilu BHM við ríkið. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Trúlega getum við haldið þessari starfsemi gangandi í eina til tvær vikur en eftir þriðju viku þurfum við að skoða hvernig við eigum að snúa okkur,“ segir Jakob Jóhannsson, yfirlæknir geislameðferðar krabbameina á Landspítalanum.

„Sjúklingarnir þurfa á þessari meðferð að halda og hún er þeim lífsnauðsynleg,“ bætir hann við. Verkfall Félags geislafræðinga veldur því að deildin starfar á 50-60% afköstum og óttast Jakob mjög afleiðingarnar ef verkfallið reynist langt.

Ragnheiður Haraldsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins, tekur í sama streng. „Læknar eru að taka mjög erfiðar ákvarðanir um hvaða sjúklingur þarf að bíða og hver fær meðferð,“ segir hún og biðlar til samningsaðilanna að setjast að samningaborðinu af alvöru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert