Styrkja Nepal með hvalaskoðun

Whale Safari býður upp á hvalaskoðun í Faxaflóa.
Whale Safari býður upp á hvalaskoðun í Faxaflóa. Ljósmynd/Megan Whittaker

Á laugardaginn ætlar hvalaskoðunarfyrirtækið Whale Safari ásamt vinum Nepal að standa fyrir ævintýra-fjáröflun fyrir þá sem eiga um sárt að binda í Nepal í kjölfar hræðilegra atburða þar síðustu sólarhringa.  

Whale Safari mun bjóða upp á siglingar á klukkutíma fresti, frá því klukkan níu að morgni til klukkan fjögur síðdegis. Whale Safari býður upp á hvalaskoðun í Faxaflóa í 450 hestafla sérsmíðuðum RIB bátum. Siglingin kostar að lámarki 5.000 krónur en ekkert hámark er á greiðslu fyrir ferðina sem kostar venjulega 15.000 krónur.

Allur ágóði rennur milliliðalaust og beint til styrktar Nepal.

Bóka þarf fyrirfram í ferðina með vefpóst á nepal@whalesafari.is, og er fólk beðið um að tiltaka tíma og fjölda þeirra sem vilja fara. Hægt er að leggja inn á reikning 0130 05 060479, kt. 010177-3679, eða greiða á staðnum. 

Hér má sjá viðburðinn á Facebook.

Whale Safari á Facebook.

Heimasíða Whale Safari.

Björgunarmenn að störfum í Nepal.
Björgunarmenn að störfum í Nepal. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert