Fundað einu sinni í stað tvisvar

Evrópuþingið í Strassburg.
Evrópuþingið í Strassburg. AFP

Sameiginleg þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins fundur í dag í Evrópuþinginu í Strassburg þar sem meðal annars verður fjallað um samskipti Íslands og sambandsins, viðbrögð við fjármálakreppunni, ástandið í Úkraínu og fríverslunarviðræður ESB og Bandaríkjanna.

„Sameiginleg þingmannanefnd Íslands og ESB var stofnuð árið 2010 eftir að aðildarviðræður Íslands við ESB hófust. Í kjölfar þess að aðildarviðræðum var hætt árið 2013 var fundum nefndarinnar fækkað í einn á ári og líkt og tíðkaðist á árunum 1987-2010 en þá áttu Alþingi og Evrópuþingið árlega samráðsfundi,“ segir á vefsíðu þingsins.

Sjö þingmenn sækja fundinn fyrir hönd Alþingis; Birgir Ármannsson, starfandi formaður, Árni Páll Árnason, Bjarkey Gunnarsdóttir, Óttarr Proppé, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Willum Þór Þórsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert