Tekjuhalli lækkar um helming milli ára

mbl.is/Ómar

Ársvelta Landspítalans á árinu 2014 var um 53.188 milljónum króna samkvæmt ársreikningi sem kynntur var á ársþingi spítalans á Hotel Norcida í dag. Tekjuhalli var á árinu þar sem rekstrargjöld voru 749 milljónir umfram rekstrartekjur og ríkisframlag sem jókst um 4.360 milljónir. Tekjuhalli var því tæpum helmingi lægri en árið 2013 en þá nam hann 1.484 milljónum.

Samkvæmt efnahagsreikningi nemur ójafnað eigið fé spítalans 2.691 milljón króna í árslok 2014. Eignir spítalans nema 2.189 milljónum króna en skuldir eru samtals 4.967 milljónir króna. Þar af er skuld Landspítala við ríkissjóð 769 milljónir króna í lok árs.

Tekjur Landspítala á árinu 2014 jukust um rúmar 260 milljónir úr 4.615 milljónum í 4.875 milljónir milli ára og gjöld jukust um 3.880 milljónir.  Á árinu 2014 störfuðu að meðaltali 4.827 starfsmenn á LSH í 3.752 stöðugildum og fjölgaði starfsmönnum um 139 frá árinu 2013. Eru laun og launatengd gjöld langstærsti útgjaldaliður Landspítala, upp á 2.862 milljónir en einnig má nefna að útgjöld vegna tækjakaupa hækkuðu um 21,7% vegna aukins ríkisframlags úr 1.292 milljónum í 1.642 milljónir.

Árskýrsla og ársreikningur Landspítala 2014

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert