Tímamót hjá hótelkónginum

Ólafur Torfason.
Ólafur Torfason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þau tímamót eru að verða í íslenskri ferðaþjónustu að Ólafur Torfason og fjölskylda munu senn ekki lengur eiga meirihluta í Íslandshótelum, stærstu hótelkeðju landsins, í kjölfar hlutafjárútboðs sem lýkur í dag.

Þegar Ólafur opnaði Hótel Reykjavík á Rauðarárstíg árið 1992 komu hingað tæplega 143 þúsund erlendir ferðamenn, samkvæmt Ferðamálastofu. Það eru um sextánfalt færri ferðamenn en áætlað er að komi hingað til lands í ár. Síðan árið 1992 hafa Ólafur og fjölskylda opnað 17 hótel til viðbótar og má því segja að fyrirtækið hafi vaxið í takt við aukið umfang ferðaþjónustunnar.

Byrjaði sem sendill

Ólafur var smástrákur er hann hóf viðskiptaferil sinn sem sendill í verslun föður síns á Grundarstíg í Reykjavík á sjötta áratug síðustu aldar. Hann hóf að byggja verslunarmiðstöðvar snemma á þrítugsaldri og um fertugt byggði hann ásamt öðrum upp íbúðaþyrpingu og atvinnuhúsnæði við Rauðarárstíg. Ætlunin var að selja BSRB atvinnuhúsnæðið en Ögmundur Jónasson, þáverandi formaður BSRB, hætti við.

Leið úr þröngri stöðu

Góð ráð voru dýr og eftir umhugsun ákvað Ólafur að láta slag standa og opnaði sitt fyrsta hótel.

„Ég er stoltur af því að hafa tilheyrt þessari atvinnugrein og ekki látið svartsýnistal brjóta mig niður í byrjun,“ segir Ólafur.

Vegna þessara tímamóta hjá Ólafi og fjölskyldu er rætt ítarlega við hann í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK