Klaustrið í Þykkvabæ fundið

Fornleifafræðingar með tæki sín við Fornufjós þar sem rústir hins …
Fornleifafræðingar með tæki sín við Fornufjós þar sem rústir hins forna Þykkvabæjarklausturs er að öllum líkindum að finna. Steinunn Kristjánsdóttir

„Ég tel allar líkur á því að við höfum fundið rústir klaustursins,“ segir Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur. Hún hefur ásamt íslenskum og breskum samstarfsmönnum sínum leitað ummerkja hins forna klausturs í Þykkvabæ í Álftaveri.

Er það liður í allsherjarrannsókn á íslenskum miðaldaklaustrum. Benda gögn sem fengust úr viðnámsmæli fyrr í þessari viku eindregið til þess að rústir Þykkvabæjarklausturs sé að finna steinsnar frá núverandi kirkju, en á allt öðrum stað en áður var talið, svokölluðu Fornufjósi þar sem menn héldu að fjós klaustursins hefði staðið.

Myndin sem viðnámsmælirinn birtir af rústunum bendir til þess að þarna sé um verulega stóra byggingu að ræða, um 1.500 til 1.800 fermetrar að grunnfleti. Til samanburðar segir Steinunn í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag, að heildargrunnflötur Skriðuklausturs, sem hún rannsakaði á síðasta áratug, hafi verið um 1.500 fermetrar með kirkjugarðinum, en 800 fm ef eingöngu er miðað við byggingarnar á staðnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert