Færa tabú fram í dagsljósið

Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, mun flytja erindi á TEDxReykjavík í …
Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, mun flytja erindi á TEDxReykjavík í ár. Kristinn Ingvarsson

TEDxReykjavík verður haldinn í fimmta skipti laugardaginn 16. maí 2015 í Tjarnarbíó. Í ár er áherslan á ýmis atriði sem samfélagið kýs oft að horfa ekki á og er markmið skipuleggjendanna í ár að lýsa upp skuggana og finna hugmyndir sem eru þess virði að deila með hvert öðru. 

Í tilkynningu á vefnum midi.is segir:

„Við munum skoða ólíkar hugmyndir og spyrja sjálf okkur: Hvernig getur eitthvað sem flestum þykir ógeðfellt mögulega verið okkar bjartasta von um næringu í framtíðinni? Hvað getum við lært af utangarðsmönnum samfélagsins? Hvernig eigum við að tala saman um erfið málefni? Með því að færa tabú fram í dagsljósið getum við lært mikið. Með því að taka erfiðum málum með opnum örmum verðum við sterkari.“

Meðal þeirra sem flytja erindi á TEDxReykjavík 2015 eru Birgitta Jónsdóttir, kafteinn pírata, Gísli Ólafsson, sem starfar sem stendur á alþjóðaflugvellinum í Katmandú í Nepal við björgunarstörf, Kyra Maya Philips, Steve Fuller og Selma Hermannsdóttir. 

Hér má finna nánari upplýsingar um viðburðinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert