Sjúklingum stendur ógn af stöðunni

Skýrsla Birgis Jakobssonar, landlæknis, um áhrif verkfalla á heilbrigðiskerfið var til umræðu á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegi. Þar kemur fram öryggi sjúklinga sé ógnað af þeirri stöðu sem er komin upp vegna verkfalla heilbrigðisstarfsfólks.

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segist vona að samningar náist en segir að ríkisstjórnin hafi þó rætt sín á milli hvort setja beri lög á verkföllin líkt og landlæknir hefur bent á að gæti þurft að gera. Ekkert hafi þó verið ákveðið í þeim efnum.

Skýrsla landlæknis verður gerð opinber síðar í dag.

mbl.is ræddi við Kristján Þór að loknum ríkisstjórnarfundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert