Fann enn lykt af rotnandi líkum

Gísli Rafn Ólafsson að störfum á hamfarasvæðinu í Haítí eftir …
Gísli Rafn Ólafsson að störfum á hamfarasvæðinu í Haítí eftir jarðskjálftana árið 2010.

Fyrir fjörtíu og átta klukkustundum var ég enn á hamfarasvæði, á svæði þar sem jarðskjálfti reið yfir og tíu þúsund manns létu lífið. Ég var enn með lykt af rotnandi líkum í nefinu, jörðin skalf enn vegna eftirskjálfta.

Þetta sagði Gísli Rafn Ólafsson, meðlimur í Björgunarsveit Hafnarfjarðar, á TEDxReykjavík 2015 í morgun. Hann hefur dvalið í Nepal að undanförnu við hjálparstörf. Gísli hefur reglulega um borð í flugvél með stuttum fyrirvara síðustu tíu ár þegar nátturuhamfarir verða til að leggja öðrum lið.

Gísli sagði að margir ættu sér þann draum að taka þátt í björgunarstörfum. Hver myndi ekki vilja það, spurði hann en bætti jafnframt við: Áður en þið farið að leita ykkur að vinnu, vil ég gefa ykkur innsýn inn í þann hluta sem við tölum sjaldan um.

Hvernig útskýrir maður lykt af rotnandi líkum?

Fyrir fjörtíu og átta klukkustundum var ég í allt öðrum heimi en ég er í dag, sagði Gísli. Þegar hann kemur heim heyrir hann ótal kvartanir um vandamál fyrsta heimsins en þarna úti, þar sem hann sinnir hjálparstörfum, upplifir hann vandamál sem mikilvægara er að leysa.

Þetta er kannski ástæðan fyrir því að þeir sem sinna björgunarstörfum fara oft á milli svæða, sagði Gísli en á þessum svæði finna þeir fólk sem hefur upplifað það sama. Fólk sem hefur einnig upplifað hluti sem gerir það að verkum að það á erfitt með svefn.

Hvernig útskýrir þú fyrir vinum þínum og fjölskyldu hvernig rotnandi lík lykta, spurði Gísli. Hvernig útskýrir þú að þú viljir setja sjálfan þig í hættu til að bjarga öðrum, spurði hann einnig.

Gísli sagði að hann og aðrir sem sinna mannúðarstörfum á hamfarasvæðum þurfi ekki aðeins að lifa með minningunum, þeir þurfi einnig að lifa með því að ekki gerist jafn hratt og þau vilja. Hjálpargögnin berist til að mynda ekki jafn hratt og ákjósanlegast væri og á meðan deyr fólk úr hungri.

Litlu sigrarnir skipta máli

Gísli sagðist oft velta fyrir sér af hverju hann sinni störfum sem þessum. Sagði hann að margir nýliðar á þessu sviði væru sannfærðir að þeir væru í þann mund að bjarga heiminum. Það væri þó fljótt að breytast þegar fólkið áttaði sig á því hversu litlu það gæti í raun breytt.

Við getum ekki bjargað heiminum, en við getum bjargað einum í einu, sagði Gísli og bætti við að það minnti hann og aðra á af hverju þau hefðu kosið þetta starf. Við munum bros barnanna sem við höfum hjálpað, þakklæti þeirra, sagði Gísli.

Við þurfum að taka þessar jákvæðu tilfinningar og nota þær til að hjálpa okkur við að halda áfram þeirri vinnu sem erum að vinna sagði Gísli að lokum.

Mikið hefur gengið á í Nepal síðustu vikur og reyna …
Mikið hefur gengið á í Nepal síðustu vikur og reyna íbúar landins nú að byggja sjálfa og landið upp á nýjan leik. AFP
Nepölsk börn tala þátt í hláturjóga til að takast á …
Nepölsk börn tala þátt í hláturjóga til að takast á við áföllin sem þau hafa orðið fyrir á síðustu vikum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert