Moskunni ekki verið lokað

Moskan - Fyrsta moskan í sögulega hluta Feneyja. Verk eftir …
Moskan - Fyrsta moskan í sögulega hluta Feneyja. Verk eftir Cristoph Büchel Ljósmyndari Bjarni Grímsson

Moskunni, verki Christophs Büchel í íslenska skálnum á Feneyjatvíæringnum hefur ekki verið lokað ólíkt því sem kemur fram í ítölskum fjölmiðlum. Þetta segir Björg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, í samtali við mbl.is.

Vefút­gáfa ít­alska blaðsins la Nu­ova grein­ir frá því að skál­an­um hafi verið lokað í dag, fimmtu­dag. Borg­ar­yf­ir­völd fóru í gær fram á að fá öll gögn um sýn­ing­una og um af­helg­un kirkj­unn­ar, sem Mosk­an er sett upp í, afhent og ef þau væru ekki full­nægj­andi var hótað að loka skál­an­um.

Frétt mbl.is: Íslensku moskunni lokað?

Björg segist hafa rætt við fólk í skálanum fyrir um hálftíma og þá hafi hann enn verið opinn, fólk hafi verið á sýningunni og allt verið með kyrrum kjörum. Enn hafa ekki borist svör frá borgaryfirvöldum vegna gagnanna.

Fréttir fjölmiðla á Ítalíu og í Feneyjum er ákveðinn múgæsingur, segir Björg. Kirkjan hafi mikil völd í Feneyjum og þá séu borgarstjórarkosningar einnig framunda. „Þetta spilar mjög stórt hlutverki í öllum fjölmiðlum,“ segir Björg og segir frambjóðendur koma fram með allskonar yfirlýsingar og fái við það athygli.

Dregið úr bæna­haldi í Mosk­unni

Ekki lokað þrátt fyr­ir hót­an­ir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert