„Rán um hábjartan dag“

Félag ljósmæðra og önnur aðildarfélög BHM standa nú í harðri ...
Félag ljósmæðra og önnur aðildarfélög BHM standa nú í harðri kjarabaráttu. mbl.is/Golli

Ljósmæður í verkfalli fengu líkt og um síðustu mánaðamót 60% frádrátt af launum þeirra við launaútborgun fyrir maí. Þetta segir Áslaug Íris Valsdóttir formaður félags ljósmæðra í samtali við mbl.is.

Um síðustu mánaðamót greindi mbl.is frá því að ljósmæður hafi sumar hverjar fengið um 25 þúsund krónur útborgaðar fyrir aprílmánuð, og ein jafnvel mínus 25 þúsund. Er það að sögn Landspítalans vegna þess að frádráttur launa vegna verkfalls eigi sér stað óháð því hvort um vinnuskyldu á verkfallsdögum sé að ræða eða ekki.

Áslaug segir að jafnvel þær ljósmæður sem hafi aðeins verið 1-2 daga í verkfalli í síðasta mánuði hafi fengið 60% frádrátt. „Þetta er reiknað þannig þrátt fyrir að ljósmæður hafi unnið alla vinnuskylduna. Útreikningarnir eru eins og við höfum bara unnið virka daga en við vinnum náttúrulega alla daga vikunnar, við erum ekki eins og dagvinnufólk,“ segir Áslaug en verkföll hjúkrunarfræðinga standa yfir þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga.

Launagreiðendur sjálfir í verkfall

BHM gaf í maímánuði ríkinu fimm daga frest til þess að „leiðrétta þá misbresti sem orðið hafa á launagreiðslum“ í yfirstandandi verkföllum. Að sögn Áslaugar er nú verið að undirbúa málið áður en það fer fyrir Félagsdóm. Landspítalinn sé einnig nú loks farinn að beita sér í málinu. „Nú fyrst er Landspítalinn að skrifa Fjársýslu ríkisins bréf til þess að láta gera eitthvað í þessu en þetta hefur nú gerst þrjá mánuði í röð. Þetta hlýtur að vera ólöglegt að halda eftir launum fyrir fulla vinnu. Það er mjög bagalegt ef þú ert kannski einn dag í verkfalli í einum mánuði og færð 60% launanna dregin af þér. Mér finnst þetta bara vera rán um hábjartan dag.“

Fjársýsla ríkisins sér um að reikna og greiða út laun ljósmæðra en nú er staðan sú að starfsmenn Fjársýslunnar eru sjálfir á leið í verkfall á miðnætti. „Það er rétt að þeir starfsmenn eru líka að hefja verkfall. Ég hef hins vegar trú á að þetta verði leiðrétt, þrátt fyrir allt hef ég ennþá trú á kerfinu,“ segir Áslaug.

Verkfallssjóðurinn í blóma

Áslaug segist hissa á að ekki sé meiri samningsvilji fyrir hendi enda ekkert heyrt í viðsemjendum í svolítinn tíma. „Það er gott hljóð í okkur ljósmæðrum, við tökum þessu ansi vel en við erum orðnar pínu hissa á að það skuli ekki vera neinn samningsvilji. Við sitjum bara við símann en höfum ekkert heyrt,“ segir Áslaug og bætir við að verkfallssjóðurinn standi vel. „Hann er í blóma,“ segir Áslaug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kólnar með útsynningi, skúrum eða éljum

06:44 Búast má við talsverðri og sums staðar mikilli rigningu á sunnanverðu landinu seinni partinn og í kvöld. Hlýnað hefur hratt á landinu í nótt og því víða hláka í dag og hætt við vatnavöxtum í ám og lækjum. Meira »

Fíkniefnasali handtekinn á Laugavegi

06:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fíkniefnasala á Laugaveginum um miðnætti í nótt en hann reyndist sjálfur vera undir áhrifum fíkniefna undir stýri. Annar ökumaður gistir einnig fangageymslu þar sem hann var í svo annarlegu ástandi við aksturinn að ekki var hægt að ræða við hann. Meira »

Enn ósamið við flugvirkja

05:40 Magnús Jónsson, aðstoðarríkissáttasemjari, sleit fundi samninganefnda í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair um fjögurleytið í nótt, án þess að nokkur niðurstaða fengist. Þetta kemur fram á vef RÚV. Forsætisráðherra segir lagasetningu ekki koma til greina. Meira »

4,4 milljarða bréf í Vatnsmýrinni

05:30 Borgarráð hefur orðið við beiðni Valsmanna hf. um að fá að þinglýsa 4,4 milljarða tryggingabréfi vegna uppbyggingar við Hlíðarenda. Meira »

Opin og traust samskipti eru mikilvæg

05:30 „Það er ekki til nein altæk lýsing á þeim sem gerast uppvísir að svona hegðun, eða þeim fyrirtækjum þar sem áreitni og ofbeldi viðgangast.“ Meira »

Jarðstrengjasvigrúm notað við flugvöllinn

05:30 Skipulagsstofnun telur sérstaka ástæðu til að nýta möguleika sem eru fyrir hendi til að leggja þá kafla Kröflulínu 3 í jörð þar sem mestra neikvæðra áhrifa er að vænta á landslag, ferðaþjónustu og útivist og fugla. Meira »

Grunnskóli Borgarness stækkar mjög

05:30 Til stendur að bjóða út framkvæmdir við viðbyggingu Grunnskóla Borgarness fljótlega eftir áramót. Er þetta fjárfrekasta verkefni Borgarbyggðar næstu árin. Meira »

Flestir eldri en þeir segjast vera

05:30 Umsækjendur um vernd hér á landi fyrstu ellefu mánuði ársins voru orðnir 1.033. Í þessum hópi kváðust 24 vera fylgdarlaus ungmenni. Meira »

Framkvæmdir á döfinni

05:30 Gert er ráð fyrir tæplega 30 milljóna króna afgangi fyrir fjármagnsliði af rekstri Grundarfjarðarbæjar á næsta ári, en heildartekjur sveitarfélagsins verða skv. fjárhagsáætlun 1.034 m. kr. Meira »

Riðuveiki í Svarfaðardalnum

05:30 Riðuveiki hefur greinst í sýni úr kind frá bænum Urðum í Svarfaðardal, sem fór til slátrunar í haust.   Meira »

Óskum er ekki mætt

05:30 Alls 300 milljónir króna vantar á næsta ári til rekstrar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) og óskum um aukna fjármuni til rekstrarins er ekki svarað í fjárlagafrumvarpi. Meira »

„Hver veit hvenær þeir koma loks heim“

Í gær, 22:50 Ingi Freyr Sveinbjörnsson er nú strandaglópur í Stokkhólmi í Svíþjóð vegna verkfalls flugvirkja Icelandair. Hann og félagi hans, Ísak Andri, eiga að baki langt ferðalag frá Suður-Kóreu þar sem þeir voru að kynna Sled Dogs-snjóskauta. Meira »

Hver klukkustund telur

Í gær, 22:21 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir félagsmenn hafa miklar áhyggjur af yfirstandandi verkfalli flugvirkja Icelandair. Meira »

Fólk komist leiðar sinnar í fyrramálið

Í gær, 21:01 Von er á því að allir strandaglópar dagsins í dag komist í áttina til áfangastaðar í fyrramálið. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is. Að hans sögn hefur fólkinu fækkað töluvert í flugstöðinni frá því í dag. Meira »

Eldur í bifreið í Kópavogi

Í gær, 19:44 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í bifreið á Arnarnesvegi í Kópavogi um klukkan 19:10 í kvöld. Engin slys urðu á fólki og búið er að slökkva eldinn. Meira »

Samningar ekki í sjónmáli

Í gær, 21:59 „Við eigum eftir að sitja hérna fram á kvöld og nótt geri ég ráð fyrir,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, í samtali við mbl.is. Fundur vegna kjaradeilu flugvirkja og Icelandair hefur staðið yfir síðan klukkan fimm í dag. Meira »

Segir flugvirkja Icelandair sjálfselska

Í gær, 19:52 Icelandair er orð sem mikið er notað er á Twitter í dag. Margir þeirra farþega sem hafa orðið fyrir óþægindum vegna verkfalls flugvirkja, sem hófst klukkan sex í morgun, hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum í dag. Meira »

Völd og kynlíf í ljósi #metoo

Í gær, 19:35 Íslensk vinnustaðamenning og í raun þjóðfélagið í heild sinni er litað af hegðun sem stjórnast af kvenfyrirlitningu, það er erfitt að finna annað orð sem nær utan um hegðunina sem hver hópurinn af öðrum hefur stigið fram og lýst á undanförnum vikum. mbl.is ræddi við nokkra karla um metoo-byltinguna. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

VOLVO V70
VOLVO V70 ÁRG. 2006, EINN EIGANDI, EK. AÐEINS 104 Þ. KM., 2,4L., 5 GÍRA, DÖKKT L...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...