Áhrif verkfalla á Landspítalann

Áhrif verkfalla á Landspítalann.
Áhrif verkfalla á Landspítalann. mbl.is

Verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa haft víðtæk áhrif á Landspítalann. Meðal annars hefur 500 aðgerðum verið frestað á Landspítalanum síðan verkfallsaðgerðirnar hófust og dag- og göngudeildarkomum hefur fækkað um 3.200.

Geislafræðingar, lífeindafræðingar og ljósmæður hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá 7. apríl, sem hluti af aðgerðum BHM, og hafa verkföll því staðið yfir í átta vikur. Lífeindafræðingar mega þó sinna störfum eftir hádegi alla virka daga, og ljósmæður mega vinna á mánudögum og föstudögum. Utan þess vinnur starfsfólk samkvæmt undanþágulistum.

Hjúkrunarfræðingar hafa verið í ótímabundnu verkfalli í eina viku.

Eins og grafið hér að ofan sýnir hefur um 500 aðgerðum verið frestað á Landspítalanum síðan verkfallsaðgerðirnar hófust. Þá hefur dag- og göngudeildarkomum fækkað um 3.200. Innliggjandi sjúklingum hefur fækkað um 120, en í stað 680 rúma eru nú 560 í notkun.

60% myndgreiningarannsókna hefur verið frestað vegna verkfallanna og 50% blóðrannsókna. Yfirleitt eru framkvæmdar um 420 rannsóknir á dag en þær eru nú rúmlega 200 á dag. Í síðustu viku voru framkvæmdar 1.145 rannsóknir samanborið við 1.851 á sama tíma og í fyrra.

Þá hafa rúmlega tuttugu geislafræðingar sagt upp störfum á Landspítalanum eða um þrjá­tíu pró­sent allra þeirra geisla­fræðinga sem starfa á spít­al­an­um, vegna álags sem að mestu stafa af verkfallsaðgerðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert