Ellefu með hettusótt

Sóttvarnalæknir mælir með bólusetningu.
Sóttvarnalæknir mælir með bólusetningu. AFP

Sóttvarnalæknir segir að staðfest sé að 11 einstaklingar hafi greinst með hettusótt. Af þeim sé einn með staðfesta bólusetningu. Flestir eru fæddir á árunum 1980–1990.

Þetta kemur fram á vef landlæknisembættisins, en þar segir að nánari greining liggi nú fyrir hjá einstaklingum sem grunaðir hafi verið um að vera með hettusótt.

„Sýni frá rúmlega 40 einstaklingum hafa nú verið send á veirufræðideild Landspítala. Af þeim hefur fjórðungur (11 einstaklingar) verið staðfestur með hettusótt en hinir verið með aðra orsök fyrir sínum einkennum.

Af þessum 11 einstaklingum þá er einn með staðfesta bólusetningu og flestir fæddir á árunum 1980–1990,“ segir á vef embættisins.

Þá mælir sóttvarnalæknir áfram með því að einstaklingar sem fæddir eru eftir 1980, sem ekki hafi verið bólusettir eða hafa ekki fengið hettusótt, láti bólusetja sig.

Bólusetning eina öryggið

Hettusótt greinist á Íslandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert