Krabbameinssjúklingar áhyggjufullir

mbl.is/Ómar

„Það eru fyrst og fremst sjúklingarnir sem verða fyrir áhrifum og því hvetjum við deiluaðila til þess að koma sér saman um að semja sem allra fyrst,“ segir Jakob Jóhannsson, formaður Krabbameinsfélagsins, en stjórn félagsins lýsir þingum áhyggjum af langvarandi kjaradeilum á heilbrigðisstofnunum landsins.

Hann segir verkfall heilbrigðisstétta valda krabbameinssjúklingum miklum áhyggjum af framtíðinni og að margir hafi sett sig í samband við félagið til þess að lýsa áhyggjum sínum. „Þeir hafa gert það töluvert, bæði til þess að fá ráðleggingar en einnig til þess að segja sína sögu. Það eru margir sem eru virkilega áhyggjufullir yfir stöðunni enda hefur hún varað lengi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert