Segir verkalýðsforystuna í pólitík

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Rósa Braga

„Við erum með verkalýðsforystu sem er í pólitískri baráttu gegn ríkisstjórninni frekar en að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna,“ segir brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann segir ástandið í íslensku samfélagi undarlegt um þessar mundir og vísar þar til yfirstandandi kjaradeilna.

„Sumir stjórnarandstæðingar og nokkrir netálfar á þeirra vegum eru mjög uppteknir við að halda fram röngum staðhæfingum, svo sem eins og að hér hafi ójöfnuður aukist og að laun og kaupmáttur sé miklu verri hér en í öðrum löndum,“ segir hann ennfremur og bætir við að fjölmiðlar endurómi „alla vitleysuna og jafnvel bæta í þegar vel stendur á hjá þeim.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert