KÍ styrkir BHM um 15 milljónir króna

Ljósmynd/Kennarasamband Íslands

Stjórn vinnudeilusjóðs Kennarasambands Íslands hefur í samræmi við samþykkt stjórnar KÍ ákveðið að styðja við BHM í yfirstandandi kjaradeilu þess við ríkið. Stuðningurinn felst í fimmtán milljón króna styrk sem fulltrúar KÍ afhentu BHM í gær, föstudag.

Í yfirlýsingu sem KÍ afhenti BHM við það tækifæri segir meðal annars:
„KÍ tekur undir kröfu BHM um að menntun sé metin betur til launa. KÍ mótmælir þeim seinagangi og skilningsleysi sem ríkið hefur sýnt af sér í samningaviðræðum við BHM undanfarna mánuði. 

KÍ mótmælir einnig því ofbeldi sem felst í því að Alþingi setji lög á lögmætt verkfall BHM. Með því er verið að taka samningsrétt af launafólki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert