Bjart á morgun, skýjað á laugardag

Veðurspáin klukkan 12 á hádegi á morgun.
Veðurspáin klukkan 12 á hádegi á morgun. Mynd/Veðurvefur mbl.is

Veðurspáin fyrir morgundaginn er ágæt um allt land, sérstaklega á Norðurlandi þar sem heiðskírt verður og víða allt að 14 stiga hita.

Á Suðurlandi verður létt- eða hálfskýjað um hádegi áður en skýjabakkar færa sig inn yfir landið. Hitinn á Suðurlandi verður frá 9 stigum upp í 13.

Á laugardag verður talsvert skýjaðra á landinu þótt hitinn verði áfram svipaður. Alskýjað verður í Reykjavík og á Suðurlandi en á Norðurlandi verður hálfskýjað víðast. Hitinn um allt landi verður á bilinu 8-13 stig. 

Á sunnudag og mánudag verður áfram skýjað á Suðurlandi með svipuðu hitastigi. Léttskýjað verður þó á Norðurlandi sums staðar á sunnudag og svo jafnvel heiðskírt þegar komið er fram á þriðjudag.

Sjá veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert