Frumvarp um vín í búðir ekki afgreitt

Frumvarp um að afnema einkasöluleyfi ríkisins á sölu áfengis verður ekki afgreitt á þessu þingi, en þinglok eru áætluð á föstudaginn.

Vilhjálmur Árnason, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segir að málið verði ekki tekið á dagskrá því málþóf hafi gert það að verkum að miklu færri þingmannamál komust á dagskrá á þessu þingi en venjulega.

Hann segir að aðeins þingmannamál sem breið sátt hafi náðst um fari áfram. „Þá féll áfengisfrumvarpið út, þrátt fyrir sátt þvert á flokka um það mál. Það er málþófinu að kenna hversu fá þingmannamál komast á dagskrá og stjórnarandstaðan með því búin að draga úr eigin vægi,“ segir Vilhjálmur.

Vilhjálmur segir þetta gerir það að verkum að málið verði flutt aftur í haust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert