Vélhjólamaðurinn er þungt haldinn

Landspítali
Landspítali mbl.is/Lára Halla

Vélhjólamaðurinn sem slasaðist á Holtavörðuheiði á laugardaginn er þungt haldinn og er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.

Þyrlan var kölluð út upp úr kl. 16 en stuttu eftir flugtak var beðið um þyrlu vegna bráðaveikinda við Gullfoss. Þyrlunni var snúið þangað en áhöfn kölluð út á aðra þyrlu til að fara í slysið á Holtavörðuheiði.

Frétt mbl.is: Erlenda ferðakonan er látin

Frétt mbl.is: Fjögur þyrluútköll frá klukkan fjögur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert