Fjórir bílar á leið á suðurheimskautið

Starfsmenn Arctic trucks ásamt einstaklingum frá finnsku og þýsku pólarstofnununum ...
Starfsmenn Arctic trucks ásamt einstaklingum frá finnsku og þýsku pólarstofnununum eftir þjálfunina á Vatnajökli. Kristinn Ingvarsson

Síðustu vikur hafa 15 einstaklingar frá erlendum heimskautastofnunum komið hingað til lands á vegum jeppabreytingafyrirtækisins Arctic Trucks til að læra akstur í snjó, almennt viðhald bíla í heimskautaaðstæðum og akstur á jöklum. Gestirnir koma frá Kína, Þýskalandi og Finnlandi, en heimskautastofnanir fyrri tveggja landanna eru að kaupa nýja sexhjóla jeppa frá fyrirtækinu sem á að flytja á Suðurskautslandið í haust.

Eðvarð Þór Williamsson, framkvæmdastjóri Arctic Trucks, segir í samtali við mbl.is að kínverska heimskautastofnunin hafi fyrir ári síðan gert samning við fyrirtækið um kaup á tveimur sexhjóla bílum. Nokkru seinna hafi þýska heimskautastofnunin einnig pantað tvo bíla. Þetta er framhald á samstarfi við fleiri heimskautastofnanir, en Arctic Trucks hefur notað sexhjóla bíla á Suðurskautslandinu frá árinu 2007 og þykja þeir sparneytnir og komast hratt yfir miðað við annað sem er í boði í þessum aðstæðum.

Sala á þessum heimskautabílum skilar fyrirtækinu tugum milljóna í veltu á ári, en Eðvarð segir að stofnanirnar sendi einnig starfsmenn sína árlega í þjálfun hingað til lands, enda séu aðstæður hér með ólíkindum líkar því sem gerist á Suðurskautinu. Var t.a.m. farið með hópana í ár upp á Vatnajökul þar sem mönnum voru kennd réttu handtökin í jöklaakstri.

Auk breytinga og sölu til heimskautastofnana er Arctic Trucks með eigin útgerð á Suðurskautslandinu. Allt í allt er fyrirtækið með sex bíla þar, en þeir eru leigðir með mannskap fyrir leiðangra sem vilja fá stuðning á ferð sinni um hásléttur heimsálfunnar.

Á þessu ári verður Arctic Trucks 25 ára, en fyrsti Suðurskautaleiðangur fyrirtækisins var farinn árið 1997. Þá var það sænska heimskautastofnunin sem fékk fyrirtækið til að aðstoða sig með að koma rannsóknarbúnaði upp á hásléttuna. Síðan þá hafa 20 bílar frá fyrirtækinu keyrt um heimsálfuna og fjórir bætast nú við sem seldir eru til þýsku og kínversku heimskautastofnananna. Samtals hafa bílar fyrirtækisins verið keyrðir yfir 220 þúsund kílómetra á þessum árum samkvæmt Eðvarð.

Þó sexhjóla bílarnir hafi hingað til mest verið nýttir í akstur á Suðurskautslandinu, þá voru þeir í fyrra viðurkenndir af Umferðastofu hér á landi og geta fengið götuskráningu. Segir Eðvarð að bílarnir geti verið heppilegir þar sem þeir geti borið hærri heildarþyngd en venjulegir bílar og nú þegar hafi þrír slíkir bílar verið seldir hér á landi.

Eðvarð Þór Williamsson, framkvæmdastjóri Arctic trucks.
Eðvarð Þór Williamsson, framkvæmdastjóri Arctic trucks. Kristinn Ingvarsson
Sexhjóla trukkarnir eru breyttir Toyota hilux, en þeir hafa fengið ...
Sexhjóla trukkarnir eru breyttir Toyota hilux, en þeir hafa fengið götuskoðun hér á landi. Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Heillast af andrúmslofti Ég man þig

22:30 Spennumyndin Ég man þig hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum þekktra erlendra dagblaða.  Meira »

„Subbuskapur af verstu gerð“

22:29 „Ég hef verið á mörgum skipum. Alls staðar hefur verið brottkast,“ sagði sjómaðurinn Trausti Gylfason í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV nú í kvöld. Þar var sýnt myndefni sem Trausti tók úti á sjó á árunum 2008-2011 og sýndi mikið brottkast á fiski, en brottkast er bannað með lögum. Meira »

Frægasta og verðmætasta Íslandskortið

22:25 „Þetta er frægasta Íslandskortið og það verðmætasta,“ segir Viktor Smári Sæmundsson forvörður um Íslandskort frá árinu 1595 sem er boðið falt fyrir 25 til 30 þúsund sænskar krónur eða tæplega 400 þúsund krónur hjá sænska uppboðshúsinu, Stockholms Auktionsverk. Meira »

Framkvæmdir stangist á við lög

21:20 Fyrirhugaðar framkvæmdir á Landsímareitnum stangast á við lög að mati Varðmanna Víkurgarðsins, sem er gamli kirkjugarðurin í og við Fógetagarðinn. Þar var fólk grafið langt fram á 19. öld og undanþága var veitt fyrir viðbyggingu Landsímahússins á sínum tíma þar sem almannahagsmunir áttu í hlut. Meira »

„Ég manngeri fuglana í bókinni“

20:55 Sumum finnst lyktin af úldnum andareggjum vera hin eina sanna jólalykt. Frá þessu segir og mörgu öðru sem tengist fuglum, í bók sem spéfuglinn Hjörleifur ritaði og ránfuglinn Rán myndskreytti. Þau taka sig ekki of alvarlega, fræða og skemmta og segja m.a. frá áhættusæknum fuglum, sérvisku þeirra og ástalífi. Meira »

Ferðamenn í vanda á Sólheimasandi

20:41 Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaks á Sólheimasandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

„Þetta hætti ekkert“

20:16 „Mér var sagt að ég þyrfti að brosa meira, ég ætti ekki að hylja mig svona mikið ef ég vildi ná lengra og vera sæt,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

„Enginn búinn að skella hurðum“

20:26 „Við höldum bara áfram á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann er spurður um ganginn í stjórnarmyndunarviðræðum. Sigurður Ingi og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sögðu bæði að fundir dagsins hefðu verið góðir. Meira »

Hyggjast birta 100 sögur á föstudag

19:34 „Síðan ég byrjaði að starfa í pólitík hafa nokkrir menn úr stjórnmálaflokkum, og þá flestir giftir menn, verið að senda mér skilaboð á kvöldin,“ segir í einni af þeim sögum sem höfð er eftir stjórnmálakonum og sendar hafa verið á fjölmiðla. Meira »

Ferjan biluð næstu vikurnar

18:50 Breiðafjarðaferjan Baldur er biluð og falla siglingar yfir fjörðinn því niður næstu þrjár til fjórar vikurnar. Ekki er ljóst hvað veldur biluninni en hana má rekja til bilunar í aðalvél skipsins. Þetta kemur fram hjá RÚV. Meira »

Vegir lokaðir víða um land

18:37 Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Sömu sögu er að segja af Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hringvegurinn er lokaður frá Hrútafirði að Vatnsdal. Lokað er bæði í Öræfasveit vegna óveðurs og á Lyngdalsheiði. Meira »

Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

18:37 Um leið og útflutningsverðmæti dregst saman hækkar veiðigjald og hefur í sumum tilvikum fjórfaldast. Þróunin gæti m.a. leitt til frekari samþjöppunar í greininni og hægt á endurnýjun skipa og tækja. Meira »

Skólp hreinsað hjá 90% þjóðarinnar

17:57 Að fimm árum liðnum verða 90% landsmanna tengdir skólphreinsistöð, nái þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fram að ganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Meira »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á versnandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörðuheiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Þjóðveginum um Öræfasveit lokað

16:53 Þjóðvegi 1 um Öræfasveit hefur verið lokað vegna veðurs en lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hvasst er víða á landinu en áður hafði verið greint frá lokun vega á Vestfjörðum. Meira »

Tvö handtekin í tengslum við vændi

17:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu um hádegisbil í dag í þágu rannsóknar hennar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Ræða kynferðisofbeldi í pólitíkinni

16:54 Tæplega sex hundruð konur hafa skráð sig í hóp á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem umræður fara fram um kynferðisáreiti og annað kynferðisofbeldi sem konur hafi orðið fyrir í íslenskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Meira »

Íslenski hesturinn nýtur sín í nýju myndbandi

16:41 „Aðalmarkmiðið er að kynna íslenska hestinn og sýna hvers fjölhæfur hann er. Hann er vinalegur, kraftmikill, ævintýragjarn og fyrir alla,“ segir Þórdís Anna Gylfadóttir verkefnastjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu um kynningarmyndband Horses of Iceland sem var frumsýnt í dag. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Armbönd
...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...