Leita af sér allan grun

Varðskipið var sent aftur heim í höfn.
Varðskipið var sent aftur heim í höfn.

„Við teljum okkur vera búna að fullreyna að þetta hafi ekki verið neyðarkall af sjó eða frá skipi. Við höfum því snúið varðskipinu við og sent björgunarskipið inn,“ segir Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, um leit sem staðið hefur yfir í dag, eftir að neyðarkall barst í gegnum sendi við Höfn í Hornafirði um kl. 13.30.

Auðunn segir að nú sé verið að fylgja eftir tveimur vísbendingum sem bárust í dag, annars vegar vegna ferðamanns á fjöllum í nágrenni Hornafjarðar og hins vegar vegna kajakræðara.

„Þyrlan okkar og lögregla eru að vinna í því máli. Við höfum ekki heyrt annað neyðarkall né að nokkurs sé saknað,“ segir hann.

Landhelgisgæslan hefur notið liðsinnis lögreglu og Landsbjargar við leitina.

Frétt mbl.is: Mikill viðbúnaður vegna neyðarkalls

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert