Aldrei áður jafn fjölmennt á Dalvík

Fiskidagurinn mikli á Dalvík 2015
Fiskidagurinn mikli á Dalvík 2015 Ljósmynd Bjarni Eiríksson

Gríðarlegt fjölmenni var á Fiskideginum mikla á Dalvík í gærkvöldi og man lögreglan ekki eftir öðrum eins mannfjölda þar í bæ. En allt fór vel fram og skemmti fólk sér langt fram eftir nóttu. Engin líkamsárásarmál komu til kasta lögreglu og engin kynferðisbrot en eitthvað var um pústra.

Að sögn lögreglu hefur eðlilega verið mikill erill um helgina enda aldrei áður verið jafn margir gestir á Fiskideginum mikla. Í fyrra voru 26 þúsund manns á hátíðinni og eru menn sammála um að enn fleiri hafi tekið þátt í henni í ár. 

Lögreglan hefur verið með mjög virkt eftirlit með ölvunarakstri og fjölmargir látnir blása í áfengismæli en enginn hefur mælst undir áhrifum. 

Í gærkvöldi voru haldnir stórtónleikar sem gríðarlegur fjöldi fylgdist með og klukkan 23:30 sá björgunarsveitin á Dalvík um að lýsa upp himininn með flugeldasýningu við hafnargarðinn.

Meðal þeirra sem komu fram á tónleikunum voru heimamennirnir Friðrik Ómar, Matti Matt og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Auk þeirra komu fram Regína Ósk, Stefán Jakobsson, Stefanía Svavarsdóttir, Hera Björk, Bryndís Ásmundsdóttir, Sigga Beinteins, Jógvan Hansen, Ingó Geirdal, Margrét Eir, danshópur undir stjórn Yesmine Olsen og 11 manna stórhljómveit.

Fiskidagurinn mikli á Dalvík 2015
Fiskidagurinn mikli á Dalvík 2015 Ljósmynd Bjarni Eiríksson
Fiskidagurinn mikli á Dalvík 2015
Fiskidagurinn mikli á Dalvík 2015 Ljósmynd Bjarni Eiríksson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert