Skilar sér ekki til neytenda

ASÍ og Neytendasamtökin telja verslunina ekki skila gengisstyrkingu til neytenda.
ASÍ og Neytendasamtökin telja verslunina ekki skila gengisstyrkingu til neytenda. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur hjá ASÍ, segir styrkingu krónunnar ekki hafa skilað sér sem skyldi í auknum kaupmætti almennings.

Að mati ASÍ séu vísbendingar um að „styrking krónunnar hafi ekki skilað sér að fullu til neytenda og að fyrirtæki ætli að nýta sér nýgerða kjarasamninga til að hækka enn frekar álagningu sína“.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag bendir Ólafur Darri á, að frá áramótum hafi krónan styrkst um að meðaltali 3,4% en innfluttar vörur hækkað á sama tímabili um 3,5%, ef horft er fram hjá tímabundnum áhrifum af sumarútsölum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert