Ákvörðunin hefur strax áhrif

Jens Garðar Helgason, stjórnarformaður SFS.
Jens Garðar Helgason, stjórnarformaður SFS.

„Það er eitt ef ekki tvö skip að lesta makríl og það er strax komin óvissa með framhaldið. Við verðum að ákveða hvort við sendum farminn í geymslu eða ekki,“ segir Jens Garðar Helgason, stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um ákvörðun Rússa um að banna innflutning frá Íslandi.

Verið er að taka saman upplýsingar um tjónið sem hlýst af ákvörðun Rússa. „Við erum að taka saman tölurnar, bæði birgðir og útistandandi kröfur sem eru sennilega upp á einhverja milljarða. Við erum að hafa samband við sölufyrirtækin og útflutningsfyrirtækin til að reyna að átta okkur á stöðunni. Ég myndi segja að þetta sé í raun katastrófískt fyrir greinina og íslenska þjóðarbúið að vera á þessum lista,“ segir Jens.

Einhverjir sölufarmar voru á leið til Rússlands þegar ákvörðunin var tekin. Ekki er enn vitað hvort búið hafi verið að tollafgreiða vörurnar. Hafi það ekki verið gert, er það nú um seinan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka