Hálendisleið besti kosturinn

Hálendisleið A1 sem Landsnet segir að sé besti valkosturinn.
Hálendisleið A1 sem Landsnet segir að sé besti valkosturinn. mynd/Landsnet

Tenging yfir hálendið, svokölluð hálendisleið, er besti valkostur kerfisáætlunar Landsnets í stað byggðaleiðar. Umræddur valkostur er lagður fram með heildar stöðugleika að leiðarljósi að sögn Landsnets.

Hann geri ráð fyrir að stóru virkjanirnar, sem tengdar séu byggðalínunni, séu tengdar saman með sterkum tengingum ásamt því að þær séu tengdar við stærsta framleiðslukjarnann á Suðurlandi með línu yfir hálendið.

„Þessi kostur skilar mikilli aukningu í stöðugleika ásamt töluverðri getu til að flytja afl milli landshluta með stuttum línum samanborið við byggðalínuhring. Einnig felur þetta í sér að ekki er verið að flytja aflið í gegnum álagsþunga staði sem myndi mögulega fela í sér aukna þörf fyrir stýrt launafl til spennustýringar,“ segir í skýrslu Landsnets um kerfisáætlun 2015-2024, sem var kynnt á fundi í morgun. 

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert