Markmiðið að samræma aðgerðir

Frá fundi samráðsvettvangsins í dag.
Frá fundi samráðsvettvangsins í dag. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fyrsti fundur samráðsvettvangs stjórnvalda og hagsmunaaðila í sjávarútvegi fór fram í dag í Stjórnarráðshúsinu vegna viðskiptaþvingana Rússlands gegn Íslandi. Fyrirhugaðir eru fleiri fundir á næstunni þar sem fulltrúar fleiri aðila verða boðaðir til funda.

„Settur hefur verið á laggirnar samráðsvettvangur stjórnvalda og hagsmunaðila á Rússlandsmarkaði vegna þeirrar stöðu sem upp er komin upp í viðskiptasamskiptum Íslands og Rússlands. Fyrsti fundur samráðsvettvangsins var haldinn í dag, undir forystu forsætisráðuneytisins, en fundinn sátu fulltrúar viðkomandi ráðuneyta og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi,“ segir í fréttatilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Samráðsvettvangurinn fundar á morgun með fulltrúum Landssamtaka fiskeldisstöðva og Landssambands smábátaeigenda. „Markmið samráðsvettvangsins er að greiða fyrir upplýsingagjöf og samræma aðgerðir þeirra sem að málinu koma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert